Við kynnum til leiks Íslandsveruleikann (e. Icelandverse)

Fullkominn andstæða við þann sýndarveruleika sem stórfyrirtæki í upplýsingatækni hafa verið að móta undanfarið.
Íslandsveruleikinn er fullmótuð og gagnvirk þjónusta sem hefur verið í þróun í milljónir ára. Þar má finna eldfjöll, fossa, og norðurljós ásamt ýmsum öðrum náttúrulegum fyrirbrigðum sem eru ótrúlegri en nokkur eftirlíking í tölvuheimum. Íslandsveruleikinn er jafnframt frábær staður til þess að verja tíma með vinum og kynnast nýju fólki í raunheimum.