Hugmyndin að Peel kviknaði meðan stofnendur Peel stýrðu vefdeild auglýsingastofu við gerð herferða á borð við Inspired By Iceland og verkefna fyrir Icelandair, Toyota, Arion banka og Vodafone. Þessi verkefni unnu til fjölda verðlauna, bæði innan lands og utan; Lion-styttur, Lúðra-sveitir og Effie-gripi. En hugmyndin um Peel lét þá ekki í friði og heimtaði að fá að verða að veruleika.
Í dag er Peel alhliða auglýsingastofa með afl og getu til að hrinda í framkvæmd stórum verkefnum og byrjuð að raða inn sínum eigin Effie-gripum. Hugmyndin hefur samt ekkert breyst: að stilla upp besta teyminu til að leysa hver og eitt verkefni sem glæsilegast af hendi á hagkvæman hátt.
Við löðumst að fyrirtækjum sem ástunda sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Það jafnast ekkert á við að leggjast á koddann, þreytt og sátt eftir gott dagsverk. Og þannig viljum við hafa það.
“Peel is one of the best partners we have ever worked with in servicing a global client. Our collaboration together has been seamless. Their approach to strategy, creative, production and media is first-class. And, their passion for delivering for clients at any and every moment is inspiring. They are the best and I am honored to call them partners and friends”.
Lenny Stern, co-founder SS+K, co -chairman M&C Saatchi America’s
Stofnandi
Stofnandi
Verkefnastjóri / Markaðsráðsgjöf
Hugmynda- og textasmiður
Samstarf er aðferðin okkar, að byggja upp lið er lausnin.
Þú getur líka bara sent okkur vefpóst ef þér finnst það þægilegra