peel

/piːl/

Áður en ráðist er í verkefni er nauðsynlegt að skræla burt ytri lög og komast að kjarnanum.

01peel

við erum peel

Peel er stofnað af Agli Þórðarsyni og Magnúsi Magnússyni.

Við höfum víðtæka reynslu af markaðssetningu á netinu og í gegnum stafræna upplifun. Við nýtum gögn, við elskum árangur og eigum það til að vera hugmyndaríkir, sem er ágætis blanda í þessum stafræna heimi sem við lifum öll í.

Samstarf okkar og bræðralag byrjaði á Íslensku auglýsingastofunni, þar sem við stýrðum deild vefmála og stafræns markaðsefnis í þónokkur ár. Það var eins gaman og það var lærdómsríkt — og meira að segja hlutu mörg verkefna okkar verðlaun erlendis sem hérlendis, svo sem Effie, Lion og Lúðurinn.

02network Join peel network

peel network

Engin tvö verkefni eru eins, ekki frekar en Egill og Maggi.

Til að mynda er Maggi skeggjaður en Egill gæti ekki safnað skeggi þótt líf hans lægi við. Við viljum að hvert verkefni fyrir sig stýri hverjir sitja í stólunum og tryggjum að viðskiptavinur fái þann starfskraft sem verkefnið kallar á hverju sinni.

 

Þess vegna höfum við umkringt okkur vinum og snillingum sem við köllum Peel Network og samanstendur af hugmyndasmiðum, textasmiðum, forriturum, hönnuðum, markaðsráðgjöfum, framleiðendum, kvikmyndargerðafólki, ljósmyndurum o.fl.

03

verum í bandi

Kastaðu á okkur kveðju. Oft þarf ekki meira en örstutta línu til að hrinda af stað löngu og góðu samstarfi.